Erlent

Systkini létust er sjónvarp sprakk

Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi. Rafmagnsbilun olli því að sjónvarpið sprakk. Eldtungur teygðu sig um allt herbergið og brunnu börnin inni. Ekki er ljóst hvort þau voru að horfa á sjónvarpið eða hvort þau voru sofandi þegar sjónvarpið sprakk. Foreldrarnir þutu inn í herbergið þegar þeirheyrðu sprenginguna og í mikilli geðshræringu reyndu þeir að slökkva eldinn. Það tókst ekki fyrr en slökkviliðið kom á staðinn. Foreldrarnir eru á spítala og þekja brunasár 60 prósent af líkama þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×