Innlent

Höfnuðu nýjum kjarasamningi

Félagar í Starfsmannafélagi Garðabæjar felldu kjarasamning við bæinn nú nýlega. 177 greiddu atkvæði og var það 88 prósenta þátttaka. Nei sögðu 93, já sögðu 64. Auðir seðlar voru 20. Þetta þýðir að samningurinn er felldur og munu samningsaðilar því endurmeta stöðuna og hittast fljótlega aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×