Innlent

Senda styrk til Pakistan

Stjórn Bandalags íslenskra skáta hefur ákveðið að gefa andvirði fimmtán tjalda til hjálparstarfsins í Pakistan samtals að verðmæti 150 þúsund króna. Stjórnin brást þar með skjótt við neyðarkalli frá kvenskátum þar í landi sem óskuðu eftir liðsinni skáta allra landa.

Sérstaklega var óskað eftir tjöldum fyrir fólk til að búa í. Vegna erfiðleika með flutning og verðs á tjöldum hér á landi var ákveðið að senda þennan styrk til Pakistans tjalda í stað. Það kemur svo í hlut pakistönsku kvenskátanna að ráðstafa fénu þar sem það kemur að mestu notum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×