Innlent

Tryggvi telur að sér vegið

Menntaskólinn á Ísafirði. Deilur milli kennara og skólastjóra dragast nú á langinn.
Menntaskólinn á Ísafirði. Deilur milli kennara og skólastjóra dragast nú á langinn.

Tryggvi Sigtryggsson, trúnaðarmaður kennara við Menntaskólann á Ísafirði, er ósáttur við það að Ólína Þorvarðardóttir skólameistari skuli hafa óskað eftir útskýringum á því hvers vegna tilkynning um veikindaforföll Ingibjargar Ingadóttur kennara barst skólanum seint.

Hið rétta er að þann 23. september fór ég heim til Ólínu með læknisvottorð og afhenti henni það persónulega, segir Tryggvi og telur að starfsheiðri sínum vegið í viðtalsboðun sem Ólína sendi Ingibjörgu fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×