Innlent

Íslensku farmennirnir verða eftir

Slagorð Avion Group um íslenska sókn um allan heim á ekki við um íslenska farmenn í dag, segir starfsmaður farmanna- og varðskipasviðs Félags skipstjórnarmanna og finnst auglýsingar félagsins ekki lýsa raunveruleikanum sem blasir við íslenskum farmönnum.

Íslenskur skipstjórnarmaður í stjórnbrú skips síns blasti við lesendum Morgunblaðsins á þriðjudag af opnuauglýsingu frá Avion Group. Þar stóð að hann væri einn af 58 skipstjórnarmönnum félagsins og í auglýsingunni birtist slagorð fyrirtækisins: íslensk sókn um allan heim.

Steinn Ægir Sveinþórsson, starfsmaður farskipa- og varðskipadeildar Félags skipstjórnarmanna, segir þetta hins vegar ekki eiga við um íslenska skipstjórnarmenn, því aðeins fimm af 58 skipstjórum félagsins séu íslenskir. Hann segir skipafélögin keppa hvert við annað á alþjóðlegum markaði með því að ráða áhafnir til sín með sem minnstum tilkostnaði og meðan stjórnvöld geri ekkert til að sporna við þessu megi geri ráð fyrir því að íslenskum farmönnum fækki enn frekar.

"Stétt farmanna gerir ekkert annað en að eldast og þess verður ekki langt að bíða að engir íslenskir farmenn verða til með réttindi til að sigla þeim skipum sem þó enn eru mönnuð íslendingum," segir Steinn Ægir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×