Innlent

Bjóða óflokksbundnum með

Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Framsóknarflokkur og Samfylking í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til sveitarstjórnar í vor.
Ljósanótt í Reykjanesbæ. Framsóknarflokkur og Samfylking í Reykjanesbæ ætla að bjóða sameiginlega fram til sveitarstjórnar í vor.

"Við ætlum okkur að ná meirihluta og teljum það vera raunhæft markmið," segir Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ hafa ákveðið að bjóða sameiginlega fram til bæjarstjórnarkosninga í maí á næsta ári.

Að sögn Eysteins er mikill málefnalegur samhljómur með flokkunum tveimur. "Við höfum ákveðið að bjóða óflokksbundnum að ganga til liðs við þennan lista. Tillagan var samþykkt samhljóða," segir Eysteinn. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að auglýsa eftir fólki á listann. Henni ber að skila niðurstöðu fyrir byrjun febrúar. Listinn þarf svo að hljóta blessun beggja flokkanna áður en hann verður formlega lagður fram.

Meðal helstu stefnumála hins sameinaða lista verður uppbygging atvinnulífs á svæðinu ásamt bættum hag barnafóks og eldri borgara. Einnig stefnir listinn að því að tekinn verði upp, í skrefum, gjaldfrjáls leikskóli í Reykjanesbæ.

"Málefnavinnan er hafin nú þegar og hugmyndin er að hún verði sem opnust og þannig sæki óflokksbundnir einnig til okkar," segir Eysteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×