Innlent

Forsetinn á Talstöðinni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær gestur Sigurðar G. Tómassonar í morgunþættinum Góðan dag á Talstöðinni, nýrri útvarpsstöð í eigu 365 - ljósvakamiðla. Ólafur Ragnar sagði frá nýlegri Indlandsför sinni en hann flutti meðal annars setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun. Ólafur Ragnar hefur lengi haft kynni af Indlandi en þau hófust þegar hann var formaður alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action. Á Talstöðinni er áhersla lögð á talað mál og er umfjöllunarefnið af öllu tagi. Dagskrá virkra daga hefst klukkan 7 á morgnana og lýkur með útsendingu á Ísland í dag. Á kvöldin og að næturlagi verður efni dagsins endurflutt. Fréttir verða á hálf tíma fresti og fimmtán mínútna fresti í bítið. Sérstök dagskrá verður um helgar. Illugi Jökulsson er útvarpsstjóri Talstöðvarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×