Erlent

Nýnasistar vanvirða minninguna

Yfirvöld í Þýskalandi áforma að setja enn frekari hömlur á samkomur og hægri öfgahópa í landinu en nú er. Tilefnið er að nýnasistar undirbúa nú fjöldasamkomu í næsta nágrenni við minnisvarða um helförina. Margar uppákomur eru fyrirhugaðar til minningar um fórnarlömb Hitlers á þessu ári því sextíu ár eru liðin frá lokum Síðari heimsstyrjaldarinnar. Yfirvöld vilja reyna að koma í veg fyrir að nýnasistar setji mark sitt á þessar minningarathafnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×