Innlent

Gæta jafnræðis

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi langsótt að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum Bobby Fischer kæmi til kasta Alþingis en Alþingi samþykkti ríkisborgararéttinn á mánudag. Hún sat hjá við atkvæðagreiðsluna. "Mér finnst að gæta þurfi jafnræðis í svona málum og þess vegna sat ég hjá. Íslendingar hafa verið að vísa frá fólki sem á mjög erfitt og hefur verið að sækja um pólitískt hæli hér á landi," segir hún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×