Innlent

Breytingar á höfundalögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum. Byggir frumvarpið á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins og samþættingu tiltekinna þátta höfundarréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu. Með því að innleiða þessa tilskipun getur Ísland orðið aðili að Höfundarréttarsáttmála Alþjóðahugverkastofnunarinnar, WIPO og sáttmála WIPO um réttindi skyld höfundarrétti um vernd réttinda listflytjenda vegna beins listflutnings og hljóðupptöku af listflutningi þeirra og vernd hljóðritaframleiðenda að hljóðritum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×