Schiavo-deilan tæplega risið hér 22. mars 2005 00:01 Schiavo-deilan hefði tæplega risið hér á landi eins og í Bandaríkjunum þar sem er rifist um hvort heilasködduð kona skuli lifa eða deyja. Samkvæmt reglum hér er leitað fyrst til maka sjúklings um slíka ákvörðun. Seinna á árinu mun væntanlega verða komin skrá yfir vilja fólks, lendi það í slíkri eða svipaðri aðstöðu og Terri Schiavo. Schiavo er ekki heiladauð en sýnir engin vitræn viðbrögð og læknar segja útilokað að hún nái sér. Hún andar án aðstoðar en er haldið á lífi með næringu í gegnum slöngu. Eiginmaður hennar segir að hún vilji deyja en foreldrar hennar fóru með málið fyrir dómstóla. Þeir hafa ítrekað úrskurðað eiginmanninum í vil og var næringargjöf hætt á föstudag. Þá greip þingið inn í ásamt Bush Bandaríkjaforseta og samþykkti í gær með hraði lög sem leyfðu að málið yrði tekið fyrir hjá Alríkisdómstólum sem staðfestu svo í dag að næringargjöf skyldi hætt. Foreldrarnir ætla að áfrýja og benda á að vilji hennar sé ekki skjalfestur. En hvað myndi gerast hér á landi ef slíkt tilfelli kæmi upp? Engin sérstök lög eru til hér um þetta en leiðbeiningar sem sjúkrahúsin fara eftir um að virða beri vilja sjúklingsins. Ef hann er ekki þekktur er leitað eftir upplýsingum um viðhorf hins sjúka, til aðstandenda eftir ákveðinni röð. Pálmi Jónsson öldrunarlæknir segir að fyrst sé leitað til maka, svo fullorðinna barna, í þriðja lagi til foreldra og fjórða lagi til fullorðinna systkina. Ef bornar eru brigður á makann geri það málið erfitt. Til eru áfrýjunarleiðir innan sjúkrahússins ef ágreiningur rís um hvað skuli gera. Fyrst færi málið fyrir siðaráð spítalans og jafnvel áfram til Landlæknisembættisins. Eftir því sem Pálmi best veit hefur aldrei þurft að fara þessa leið hér á landi áður en endanleg ákvörðun er tekin. Hann telur fræðilega mögulegt að það kæmi til kasta dómstóla en sennilega ólíklegt. Pálmi er í nefnd á vegum Landlæknisembættisins sem er að móta tillögur um sérstaka skrá yfir vilja fólks varðandi lífslengjandi meðferð. Tillögurnar liggja væntanlega fyrir í vor. Ísland í bítið mun í fyrramálið fjalla nánar um þessi mál í viðtali við formann siðfræðiráðs Læknafélagsins og forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Schiavo-deilan hefði tæplega risið hér á landi eins og í Bandaríkjunum þar sem er rifist um hvort heilasködduð kona skuli lifa eða deyja. Samkvæmt reglum hér er leitað fyrst til maka sjúklings um slíka ákvörðun. Seinna á árinu mun væntanlega verða komin skrá yfir vilja fólks, lendi það í slíkri eða svipaðri aðstöðu og Terri Schiavo. Schiavo er ekki heiladauð en sýnir engin vitræn viðbrögð og læknar segja útilokað að hún nái sér. Hún andar án aðstoðar en er haldið á lífi með næringu í gegnum slöngu. Eiginmaður hennar segir að hún vilji deyja en foreldrar hennar fóru með málið fyrir dómstóla. Þeir hafa ítrekað úrskurðað eiginmanninum í vil og var næringargjöf hætt á föstudag. Þá greip þingið inn í ásamt Bush Bandaríkjaforseta og samþykkti í gær með hraði lög sem leyfðu að málið yrði tekið fyrir hjá Alríkisdómstólum sem staðfestu svo í dag að næringargjöf skyldi hætt. Foreldrarnir ætla að áfrýja og benda á að vilji hennar sé ekki skjalfestur. En hvað myndi gerast hér á landi ef slíkt tilfelli kæmi upp? Engin sérstök lög eru til hér um þetta en leiðbeiningar sem sjúkrahúsin fara eftir um að virða beri vilja sjúklingsins. Ef hann er ekki þekktur er leitað eftir upplýsingum um viðhorf hins sjúka, til aðstandenda eftir ákveðinni röð. Pálmi Jónsson öldrunarlæknir segir að fyrst sé leitað til maka, svo fullorðinna barna, í þriðja lagi til foreldra og fjórða lagi til fullorðinna systkina. Ef bornar eru brigður á makann geri það málið erfitt. Til eru áfrýjunarleiðir innan sjúkrahússins ef ágreiningur rís um hvað skuli gera. Fyrst færi málið fyrir siðaráð spítalans og jafnvel áfram til Landlæknisembættisins. Eftir því sem Pálmi best veit hefur aldrei þurft að fara þessa leið hér á landi áður en endanleg ákvörðun er tekin. Hann telur fræðilega mögulegt að það kæmi til kasta dómstóla en sennilega ólíklegt. Pálmi er í nefnd á vegum Landlæknisembættisins sem er að móta tillögur um sérstaka skrá yfir vilja fólks varðandi lífslengjandi meðferð. Tillögurnar liggja væntanlega fyrir í vor. Ísland í bítið mun í fyrramálið fjalla nánar um þessi mál í viðtali við formann siðfræðiráðs Læknafélagsins og forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira