Innlent

Samherji semur um inniveruna

Sjómenn þriggja ísfisktogara Samherja hafa undir handleiðslu stéttarfélaga sinna samið við fyrirtækið um hafnarfrí. Meirihluti skipverjanna greiddi atkvæði með samningunum sem gildir í eitt ár um borð í Akureyrinni, Björgúlfi og Björgvini. Vélstjórar skipanna standa utan við sérsamning Samherja. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins segir að semjist ekki um breytingu á kjarasamningi vélstjóra og Landsambands íslenskra útvegsmanna á næstunni verði svo að vera þar til samningaviðræður hefjist um nýjan samning í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×