Erlent

Simpansar seigir í hlutabréfaleik

Mæðgurnar Trunta og Giggi geta ýmislegt fleira en að éta banana og liggja í leti. Þær eru í augnablikinu á meðal stigahæstu keppenda í risastórum hlutabréfaleik sem danska dagblaðið Berlingske Tidende stendur fyrir. Trunta, sem er 35 ára, og Gígí, sem er 13 ára, eru simpansar í dýragarðinum Kaupmannahöfn og nota tómatsósubletti á gólfinu til að ákveða hvaða bréf skuli keypt og seld á meðan aðrir þátttakendur, sem eru yfir 40 þúsund, reyna að hámarka hagnað sinn með einhverjum dýpri pælingum. Trunta og Giggi voru á tímabili í fimmta sæti í keppninni en fyrstu verðlaun eru glænýr Volvo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×