Skipulagsmál helsta kosningamál 7. júní 2005 00:01 Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, kynnti hugmyndirnar á borgarstjórnarfundi í dag, en þær ganga út á að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein skipulagsheild og að Vatnsmýrin verði byggð upp í nánum tengslum við miðborgarsvæðið. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir hraðbraut frá Skerjafirði út á Álftanes. Stefán Jón Hafstein segir að með því að leggja þverbraut yfir Skerjafjörð og yfir á Álftanes sem síðan tengist yfir í Hafnarfjörð þá opnist hringbraut í kringum miðborgarkjarnann sem nú verði framtíðarborgin fyrir höfuðborgarsvæið allt og þar með verði opnað fyrir gríðarlega möguleika fyrir nýja tegund umferðar auk þess sem létt verði á álagspunktum sem séu á umferðarmannvirkjum í borginni. Þannig fáist loksins sú hringtenging umhverfis miðbæinn sem alltaf hafi vantað. Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýrinni samkvæmt þessum tillögum og Stefán segir að það blasi við að hægt sé að finna lausnir sem menn geti sætt sig við. Í þessum nýju hugmyndum um skipulagsmál í borginni er gert ráð fyrir að Suðurgata liggi út á Álftanes og það verði grafin jarðgöng sem muni koma upp við álverið í Straumsvík. Með göngunum styttist leiðin úr miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur umtalsvert. Stefán vekur athygli á því að það geti verið miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina að hafa innanlandsflug nálægt miðborg Reykjavíkur en það séu mjög miklir hagsmunir fyrir miðborg Reykjavíkur að fljótfarnara sé út á alþjóðlegan flugvöll. Töluverður munur er á tillögum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skipulag í miðborginni og ljóst að hart verður tekist á um skipulagsmálin í komandi kosningum. Stefán segir að tillagan sé mótspil við tillögu sjálfstæðismanna en með því að byggja uppfyllingar út á sundin og út í eyjar færist þungamiðjan í miðborginni vestur fyrir þann stað sem hún sé nú. R-listinn sé einhuga um það að miðborgin sé þungamiðjan og Vatnsmýrin færi þau tækifæri sem þau þrái. Aðspurður hvort þetta séu hans tillögur eða R-listans segir Stefán að þessi mál hafi verið rædd fram og aftur og einhugur sé innan R-listans um það að Vatnsmýrin sé næsta stóra tækifæri. Svo varpi fulltrúar listans á milli sín hugmyndum um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, kynnti hugmyndirnar á borgarstjórnarfundi í dag, en þær ganga út á að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein skipulagsheild og að Vatnsmýrin verði byggð upp í nánum tengslum við miðborgarsvæðið. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir hraðbraut frá Skerjafirði út á Álftanes. Stefán Jón Hafstein segir að með því að leggja þverbraut yfir Skerjafjörð og yfir á Álftanes sem síðan tengist yfir í Hafnarfjörð þá opnist hringbraut í kringum miðborgarkjarnann sem nú verði framtíðarborgin fyrir höfuðborgarsvæið allt og þar með verði opnað fyrir gríðarlega möguleika fyrir nýja tegund umferðar auk þess sem létt verði á álagspunktum sem séu á umferðarmannvirkjum í borginni. Þannig fáist loksins sú hringtenging umhverfis miðbæinn sem alltaf hafi vantað. Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýrinni samkvæmt þessum tillögum og Stefán segir að það blasi við að hægt sé að finna lausnir sem menn geti sætt sig við. Í þessum nýju hugmyndum um skipulagsmál í borginni er gert ráð fyrir að Suðurgata liggi út á Álftanes og það verði grafin jarðgöng sem muni koma upp við álverið í Straumsvík. Með göngunum styttist leiðin úr miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur umtalsvert. Stefán vekur athygli á því að það geti verið miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina að hafa innanlandsflug nálægt miðborg Reykjavíkur en það séu mjög miklir hagsmunir fyrir miðborg Reykjavíkur að fljótfarnara sé út á alþjóðlegan flugvöll. Töluverður munur er á tillögum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skipulag í miðborginni og ljóst að hart verður tekist á um skipulagsmálin í komandi kosningum. Stefán segir að tillagan sé mótspil við tillögu sjálfstæðismanna en með því að byggja uppfyllingar út á sundin og út í eyjar færist þungamiðjan í miðborginni vestur fyrir þann stað sem hún sé nú. R-listinn sé einhuga um það að miðborgin sé þungamiðjan og Vatnsmýrin færi þau tækifæri sem þau þrái. Aðspurður hvort þetta séu hans tillögur eða R-listans segir Stefán að þessi mál hafi verið rædd fram og aftur og einhugur sé innan R-listans um það að Vatnsmýrin sé næsta stóra tækifæri. Svo varpi fulltrúar listans á milli sín hugmyndum um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira