Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Japan

Alls urðu 17 þúsund heimili rafmagnslaus af völdum skjálftans og flug- og lestarsamgöngur röskuðust um tíma. Þak í innisundlaug í strandbænum Sendai hrundi og slasaði 17. Flestir aðrir sem slösuðust höfðu orðið fyrir grjóthruni eða fengið yfir sig þakflísar. Skjálftanum fylgdu að minnsta kosti fjórir eftirskjálftar og varað hefur verið við því að hugsanlega gætu fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið, jafnvel af stærðargráðunni 6 á Richter skala. Lítil flóðbylgja kom í kjölfar skjálftans, en alda hennar var aðeins um tíu sentímetrar á hæð og olli því engum skemmdum. Árið 1995 létu 6400 manns lífið í borginni Kobe á vesturströnd Japan. Staðsetning upptaka sjálftans nú eru talin hafa komið í veg fyrir að meiri skaði varð af skjálftanum en raun bar vitni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×