Erlent

Í lífshættu vegna guðlasts

Pakistanskur maður sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir guðlast hefur verið settur í einangrun til að koma í veg fyrir að aðrir fangar vinni honum mein. Maðurinn, sem er fertugur að aldri, skrifaði bók sem dæmd var guðlast og þótti hæfileg refsing að svipta hann frelsi það sem eftir væri ævinnar. Ekki þótti öllum það nóg og fleiri en einn klerkur hefur lýst „fatva“ á hendur honum, en það jafngildir heimild til allra múslima að drepa hann hvar sem til hans næst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×