Lærðu lítið af hörmungum stríðsins 8. maí 2005 00:01 Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. Hjörtur Haraldsson, sex barna faðir sem verður 92 ára í sumar, fæddist í Berlín í Þýskalandi. Hann fluttist til Danmerkur og var einn þeirra gyðinga sem Danir vísuðu úr landi. Hann þekkti fólk á Íslandi og kom því hingað með Brúarfossi árið 1935 með von um að hefja nýtt líf. Hann segir það hafa verið dásamlegt þegar hann kom fyrst að landi í Vík í Mýrdal. Hjörtur stóð svo uppi peningalaus, 21 árs gamall útlendingur í Reykjavík, þar sem enga vinnu var að fá. Á endanum fékk hann vinnu í sveit. Hann segist hafa fundið fyrir fordómum en hann hafi ekki tekið það nærri sér. Hann segir aðgerðir þýska sendiherrans hafa verið sýnu alvarlegri en sendiherrann vildi að Hirti yrði vísað úr landi. Einnig vildi hann að hann tæki upp annað nafn, t.d. Abraham eða Ísak, og tjáði þann vilja sinn í bréfasendingum ttil Hjartar. Við hernám Breta linnti áreitinu ekki því vegna róttækra sósíalískra skoðana Hjartar töldu bresk stjórnvöld einnig rétt að haft væri með honum eftirlit. Árið 1936, þegar íslensk stjórnvöld tóku upp á því að vísa gyðingum úr landi, segir Hjörtur að mikill ótti hafi gripið um sig þeirra á meðal. Vitað er að a.m.k. níu gyðingum var vísað af landi brott, þar á meðal fjögurra manna fjölskyldu. Flest þeirra fengu hæli í Danmörku. Hjörtur segir ekkert einfalt svar til við því hvort íslensk stjórnvöld hafi vitað að þau væru jafnvel að senda fólkið út í opinn dauðann. Brottvísanirnar hafi til dæmis ekki endilega byggst á gyðingahatri, heldur því að Íslendingar óttuðust að útlendingarnir tækju frá þeim vinnu. Sumir æskuvinir Hjartar létu lífið í útrýmingarbúðum nasista og einnig móðir hans sem reyndi að flýja frá Berlín til Bandaríkjanna í gegnum Danmörku. Hjörtur segir hana ekki hafa fengið leyfi til þess. Hún endaði svo líf sitt í gasklefa árið 1942 eða 1943. Þegar Hjörtur er spurður hvort maður jafni sig einhvern tímann á svona lífsreynslu svarar hann því stutt og ákveðið: „Aldrei.“ Forsætisráðherra Dana bað gyðinga formlega afsökunar fyrir hönd dönsku ríkisstjórnarinnar nýlega, fyrir að hafa rekið 21 gyðing úr landi á stríðsárunum og heim til Þýskalands. Flestir enduðu þeir lífið í útrýmingarbúðum. Aðspurður hvort Íslendingar eigi að gera slíkt hið sama segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra alltaf erfitt fyrir þau sem ekki voru fædd þegar stríðinu lauk að dæma söguna og það fólk sem var uppi á þeim tíma. Það sé erfitt að setja sig inn í aðstæðurnar sem ríktu. Hjörtur segir að mjög gott væri að fá afsökunarbeiðni en efast samt um að það nýtist nokkrum. Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. Hjörtur Haraldsson, sex barna faðir sem verður 92 ára í sumar, fæddist í Berlín í Þýskalandi. Hann fluttist til Danmerkur og var einn þeirra gyðinga sem Danir vísuðu úr landi. Hann þekkti fólk á Íslandi og kom því hingað með Brúarfossi árið 1935 með von um að hefja nýtt líf. Hann segir það hafa verið dásamlegt þegar hann kom fyrst að landi í Vík í Mýrdal. Hjörtur stóð svo uppi peningalaus, 21 árs gamall útlendingur í Reykjavík, þar sem enga vinnu var að fá. Á endanum fékk hann vinnu í sveit. Hann segist hafa fundið fyrir fordómum en hann hafi ekki tekið það nærri sér. Hann segir aðgerðir þýska sendiherrans hafa verið sýnu alvarlegri en sendiherrann vildi að Hirti yrði vísað úr landi. Einnig vildi hann að hann tæki upp annað nafn, t.d. Abraham eða Ísak, og tjáði þann vilja sinn í bréfasendingum ttil Hjartar. Við hernám Breta linnti áreitinu ekki því vegna róttækra sósíalískra skoðana Hjartar töldu bresk stjórnvöld einnig rétt að haft væri með honum eftirlit. Árið 1936, þegar íslensk stjórnvöld tóku upp á því að vísa gyðingum úr landi, segir Hjörtur að mikill ótti hafi gripið um sig þeirra á meðal. Vitað er að a.m.k. níu gyðingum var vísað af landi brott, þar á meðal fjögurra manna fjölskyldu. Flest þeirra fengu hæli í Danmörku. Hjörtur segir ekkert einfalt svar til við því hvort íslensk stjórnvöld hafi vitað að þau væru jafnvel að senda fólkið út í opinn dauðann. Brottvísanirnar hafi til dæmis ekki endilega byggst á gyðingahatri, heldur því að Íslendingar óttuðust að útlendingarnir tækju frá þeim vinnu. Sumir æskuvinir Hjartar létu lífið í útrýmingarbúðum nasista og einnig móðir hans sem reyndi að flýja frá Berlín til Bandaríkjanna í gegnum Danmörku. Hjörtur segir hana ekki hafa fengið leyfi til þess. Hún endaði svo líf sitt í gasklefa árið 1942 eða 1943. Þegar Hjörtur er spurður hvort maður jafni sig einhvern tímann á svona lífsreynslu svarar hann því stutt og ákveðið: „Aldrei.“ Forsætisráðherra Dana bað gyðinga formlega afsökunar fyrir hönd dönsku ríkisstjórnarinnar nýlega, fyrir að hafa rekið 21 gyðing úr landi á stríðsárunum og heim til Þýskalands. Flestir enduðu þeir lífið í útrýmingarbúðum. Aðspurður hvort Íslendingar eigi að gera slíkt hið sama segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra alltaf erfitt fyrir þau sem ekki voru fædd þegar stríðinu lauk að dæma söguna og það fólk sem var uppi á þeim tíma. Það sé erfitt að setja sig inn í aðstæðurnar sem ríktu. Hjörtur segir að mjög gott væri að fá afsökunarbeiðni en efast samt um að það nýtist nokkrum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira