Lærðu lítið af hörmungum stríðsins 8. maí 2005 00:01 Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. Hjörtur Haraldsson, sex barna faðir sem verður 92 ára í sumar, fæddist í Berlín í Þýskalandi. Hann fluttist til Danmerkur og var einn þeirra gyðinga sem Danir vísuðu úr landi. Hann þekkti fólk á Íslandi og kom því hingað með Brúarfossi árið 1935 með von um að hefja nýtt líf. Hann segir það hafa verið dásamlegt þegar hann kom fyrst að landi í Vík í Mýrdal. Hjörtur stóð svo uppi peningalaus, 21 árs gamall útlendingur í Reykjavík, þar sem enga vinnu var að fá. Á endanum fékk hann vinnu í sveit. Hann segist hafa fundið fyrir fordómum en hann hafi ekki tekið það nærri sér. Hann segir aðgerðir þýska sendiherrans hafa verið sýnu alvarlegri en sendiherrann vildi að Hirti yrði vísað úr landi. Einnig vildi hann að hann tæki upp annað nafn, t.d. Abraham eða Ísak, og tjáði þann vilja sinn í bréfasendingum ttil Hjartar. Við hernám Breta linnti áreitinu ekki því vegna róttækra sósíalískra skoðana Hjartar töldu bresk stjórnvöld einnig rétt að haft væri með honum eftirlit. Árið 1936, þegar íslensk stjórnvöld tóku upp á því að vísa gyðingum úr landi, segir Hjörtur að mikill ótti hafi gripið um sig þeirra á meðal. Vitað er að a.m.k. níu gyðingum var vísað af landi brott, þar á meðal fjögurra manna fjölskyldu. Flest þeirra fengu hæli í Danmörku. Hjörtur segir ekkert einfalt svar til við því hvort íslensk stjórnvöld hafi vitað að þau væru jafnvel að senda fólkið út í opinn dauðann. Brottvísanirnar hafi til dæmis ekki endilega byggst á gyðingahatri, heldur því að Íslendingar óttuðust að útlendingarnir tækju frá þeim vinnu. Sumir æskuvinir Hjartar létu lífið í útrýmingarbúðum nasista og einnig móðir hans sem reyndi að flýja frá Berlín til Bandaríkjanna í gegnum Danmörku. Hjörtur segir hana ekki hafa fengið leyfi til þess. Hún endaði svo líf sitt í gasklefa árið 1942 eða 1943. Þegar Hjörtur er spurður hvort maður jafni sig einhvern tímann á svona lífsreynslu svarar hann því stutt og ákveðið: „Aldrei.“ Forsætisráðherra Dana bað gyðinga formlega afsökunar fyrir hönd dönsku ríkisstjórnarinnar nýlega, fyrir að hafa rekið 21 gyðing úr landi á stríðsárunum og heim til Þýskalands. Flestir enduðu þeir lífið í útrýmingarbúðum. Aðspurður hvort Íslendingar eigi að gera slíkt hið sama segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra alltaf erfitt fyrir þau sem ekki voru fædd þegar stríðinu lauk að dæma söguna og það fólk sem var uppi á þeim tíma. Það sé erfitt að setja sig inn í aðstæðurnar sem ríktu. Hjörtur segir að mjög gott væri að fá afsökunarbeiðni en efast samt um að það nýtist nokkrum. Fréttir Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Í dag eru 60 ár síðan tilkynnt var um frið í Evrópu og að þýsku nasistarnir hefðu gefist upp. Fyrrum landflótta gyðingur, sem kom hingað til lands í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar, segir mannkynið lítið hafa lært af þeim hörmungum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. Hjörtur Haraldsson, sex barna faðir sem verður 92 ára í sumar, fæddist í Berlín í Þýskalandi. Hann fluttist til Danmerkur og var einn þeirra gyðinga sem Danir vísuðu úr landi. Hann þekkti fólk á Íslandi og kom því hingað með Brúarfossi árið 1935 með von um að hefja nýtt líf. Hann segir það hafa verið dásamlegt þegar hann kom fyrst að landi í Vík í Mýrdal. Hjörtur stóð svo uppi peningalaus, 21 árs gamall útlendingur í Reykjavík, þar sem enga vinnu var að fá. Á endanum fékk hann vinnu í sveit. Hann segist hafa fundið fyrir fordómum en hann hafi ekki tekið það nærri sér. Hann segir aðgerðir þýska sendiherrans hafa verið sýnu alvarlegri en sendiherrann vildi að Hirti yrði vísað úr landi. Einnig vildi hann að hann tæki upp annað nafn, t.d. Abraham eða Ísak, og tjáði þann vilja sinn í bréfasendingum ttil Hjartar. Við hernám Breta linnti áreitinu ekki því vegna róttækra sósíalískra skoðana Hjartar töldu bresk stjórnvöld einnig rétt að haft væri með honum eftirlit. Árið 1936, þegar íslensk stjórnvöld tóku upp á því að vísa gyðingum úr landi, segir Hjörtur að mikill ótti hafi gripið um sig þeirra á meðal. Vitað er að a.m.k. níu gyðingum var vísað af landi brott, þar á meðal fjögurra manna fjölskyldu. Flest þeirra fengu hæli í Danmörku. Hjörtur segir ekkert einfalt svar til við því hvort íslensk stjórnvöld hafi vitað að þau væru jafnvel að senda fólkið út í opinn dauðann. Brottvísanirnar hafi til dæmis ekki endilega byggst á gyðingahatri, heldur því að Íslendingar óttuðust að útlendingarnir tækju frá þeim vinnu. Sumir æskuvinir Hjartar létu lífið í útrýmingarbúðum nasista og einnig móðir hans sem reyndi að flýja frá Berlín til Bandaríkjanna í gegnum Danmörku. Hjörtur segir hana ekki hafa fengið leyfi til þess. Hún endaði svo líf sitt í gasklefa árið 1942 eða 1943. Þegar Hjörtur er spurður hvort maður jafni sig einhvern tímann á svona lífsreynslu svarar hann því stutt og ákveðið: „Aldrei.“ Forsætisráðherra Dana bað gyðinga formlega afsökunar fyrir hönd dönsku ríkisstjórnarinnar nýlega, fyrir að hafa rekið 21 gyðing úr landi á stríðsárunum og heim til Þýskalands. Flestir enduðu þeir lífið í útrýmingarbúðum. Aðspurður hvort Íslendingar eigi að gera slíkt hið sama segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra alltaf erfitt fyrir þau sem ekki voru fædd þegar stríðinu lauk að dæma söguna og það fólk sem var uppi á þeim tíma. Það sé erfitt að setja sig inn í aðstæðurnar sem ríktu. Hjörtur segir að mjög gott væri að fá afsökunarbeiðni en efast samt um að það nýtist nokkrum.
Fréttir Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira