Innlent

Gömul hús víkja fyrir stúdentum

Nokkur hús á Lindargötu víkja nú fyrir stúdentaíbúðum. Nikulás Úlfar Másson, arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, segir að leyfi hafi fengist til að fjarlægja sex hús á Lindargötu og í nágrenni, auk þess sem húsið, sem gamla Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins var í hér í eina tíð, muni víkja fyrir nýjum byggingum. Félagsstofnun stúdenta hyggst byggja 98 íbúðir við Lindargötuna og munu framkvæmdir við byggingu þeirra hefjast nú í vor, að sögn Nikulásar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×