Segja RÚV styrkt í samkeppninni 17. mars 2005 00:01 "Það er of mikið á Ríkisútvarpið lagt að þurfa að standa í samkeppni á auglýsingamarkaði. Kostnaður Ríkisútvarpsins við að vera á auglýsingamarkaði er meiri en auglýsingatekjurnar sem það nær inn," segir Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365 miðla. "Til þess að vera samkeppnisfærir á auglýsingamarkaði þarf Ríkisútvarpið að fjárfesta í dýru efni, svo sem Sopranos og Desperate Housewives, til þess að halda uppi ákveðnu áhorfi. Ríkisútvarpið gæt nýtt fjármuni sína miklu betur með því að framleiða innlent menningarefni og uppfylla þannig betur skyldur sínar sem almenningsútvarp," segir Gunnar Smári. Hann segist enn fremur ekki skilja hvers vegna taka þurfi 2.500 milljónir krónur af almannafé til þess að bjóða megi upp á sams konar fjölmiðlaefni og aðrir fjölmiðlar geri. "Þetta er eins og ef Landspítalinn fengi 2.500 milljónir af almannafé og þyrfti ekkert endilega að sinna sjúkum heldur gæti opnað líkamsræktarstöð," segir Gunnar Smári. "Rökin fyrir því að taka 2.500 milljónir af almenningi í rekstur RÚV hljóta að vera þau að búa til fjölmiðlaefni sem aðrir fjölmiðlar bjóða ekki upp á, eins og skyldur almenningsútvarps gera ráð fyrir." Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir að í frumvarpinu sé Ríkisútvarpinu ekki lagðar miklar skyldur á herðar umfram aðrar sjónvarpsstöðvar þrátt fyrir að fá á þriðja milljarð króna frá ríkinu í rekstur auk þess að keppa á auglýsingamarkaði. "Skjár einn þarf að hlíta nýjum úrskurði um að þurfa að verja íslenska tungu og vera með íslenska þuli á enskum fótboltaleikjum. Það virðist sem einkageirinn þurfi að sinna öllum sömu kvöðum og Ríkisútvarpið," segir Magnús. "Ég hefði viljað sjá meiri afmörkun á því sem á að heyra undir hlutverk almenningsútvarps og þess sem einkageirinn sinnir. Ég sé ekki af hverju halda þarf úti ríkisútvarpi sem styrkt sé af almannafé, ef það hefur svo litlar umframkvaðir." Hann bendir á að í frumvarpinu séu sérstök ákvæði sem segi að RÚV eigi að sinna afþreyingar- og skemmtiefni. "Ríkisútvarpinu er beinlínis gerð lagaskylda að vera í beinni samkeppni við einkageirann," segir Magnús. Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
"Það er of mikið á Ríkisútvarpið lagt að þurfa að standa í samkeppni á auglýsingamarkaði. Kostnaður Ríkisútvarpsins við að vera á auglýsingamarkaði er meiri en auglýsingatekjurnar sem það nær inn," segir Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365 miðla. "Til þess að vera samkeppnisfærir á auglýsingamarkaði þarf Ríkisútvarpið að fjárfesta í dýru efni, svo sem Sopranos og Desperate Housewives, til þess að halda uppi ákveðnu áhorfi. Ríkisútvarpið gæt nýtt fjármuni sína miklu betur með því að framleiða innlent menningarefni og uppfylla þannig betur skyldur sínar sem almenningsútvarp," segir Gunnar Smári. Hann segist enn fremur ekki skilja hvers vegna taka þurfi 2.500 milljónir krónur af almannafé til þess að bjóða megi upp á sams konar fjölmiðlaefni og aðrir fjölmiðlar geri. "Þetta er eins og ef Landspítalinn fengi 2.500 milljónir af almannafé og þyrfti ekkert endilega að sinna sjúkum heldur gæti opnað líkamsræktarstöð," segir Gunnar Smári. "Rökin fyrir því að taka 2.500 milljónir af almenningi í rekstur RÚV hljóta að vera þau að búa til fjölmiðlaefni sem aðrir fjölmiðlar bjóða ekki upp á, eins og skyldur almenningsútvarps gera ráð fyrir." Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir að í frumvarpinu sé Ríkisútvarpinu ekki lagðar miklar skyldur á herðar umfram aðrar sjónvarpsstöðvar þrátt fyrir að fá á þriðja milljarð króna frá ríkinu í rekstur auk þess að keppa á auglýsingamarkaði. "Skjár einn þarf að hlíta nýjum úrskurði um að þurfa að verja íslenska tungu og vera með íslenska þuli á enskum fótboltaleikjum. Það virðist sem einkageirinn þurfi að sinna öllum sömu kvöðum og Ríkisútvarpið," segir Magnús. "Ég hefði viljað sjá meiri afmörkun á því sem á að heyra undir hlutverk almenningsútvarps og þess sem einkageirinn sinnir. Ég sé ekki af hverju halda þarf úti ríkisútvarpi sem styrkt sé af almannafé, ef það hefur svo litlar umframkvaðir." Hann bendir á að í frumvarpinu séu sérstök ákvæði sem segi að RÚV eigi að sinna afþreyingar- og skemmtiefni. "Ríkisútvarpinu er beinlínis gerð lagaskylda að vera í beinni samkeppni við einkageirann," segir Magnús.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira