Innlent

Forréttindi opinberra starfsmanna verði felld niður

Ingimundur Sigurpálsson
Ingimundur Sigurpálsson MYND/Hari

Stefna á að því að fella niður lögbundin forréttindi opinberra starfsmanna. Þetta sagði Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.

Ingimundur sagði alvarlegan sambýlisvanda hafa ríkt á hinum tvískipta vinnumarkaði sem endurspeglist í ólíkri launastefnu og ójöfnum réttindum. Við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði gæti vaxandi spennu af þessum sökum, og einsýnt sé að þessi þróun geti ekki haldið áfram. Þá sagði Ingimundur að flestum hlyti að vera ljóst að starfsmönnum á almennum vinnumarkaði verði ekki boðið upp á að tryggja rúm lífeyriskjör opinberra starfsmanna með skattgreiðslum sínum, á sama tíma og þeir verði sjálfir að sæta skerðingu á eigin lífeyrisréttindum vegna lengri lífaldurs og vaxandi örorkubyrði almennra lífeyrissjóða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×