Innlent

DeCode finnur erfðabreytileika sem eykur hættu á hjartaáföllum

Íslensk erfðagreining hefur fundið erfðabreytileika sem tengist mjög aukinni hættu á hjartaáföllum meðal svartra Bandaríkjamanna. Greint var frá þessum niðurstöðum í vísindatímaritinu Nature Genetics í gær.

Niðurstöður þessar byggja á rannsóknum sem gerðar voru með þátttöku íslenskra hjartasjúklinga. Niðurstöðurnar voru síðan staðfestar í þremur sjúklingahópum í Bandaríkjunum. Erfðabreytileikinn er algengur meðal Íslendinga og hvítra Bandaríkjamanna og en eykur þó tiltölulega lítið hættuna á hjartaáföllum. Því er þó öfugt farið meðal svartra Bandaríkjamanna en erfðabreytileikinn er sjaldgæfur meðal þeirra, líkurnar aukast hins vegar um  250% hjá þeim sem hafa erfðabreytileikann.

Þessar niðurstöður hafa merkilega þýðingu fyrir lyfjaþróun gegn hjartaáföllum. Niðurstöðurnar benda til það líffræðilega ferli sem Íslensk erfðagreining beindi sjónum að, gegni lykihlutverki í hjartaáföllum. Rannsóknin er hluti af viðamiklum rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar á orsökum hjartaáfalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×