Enn talsverð mannekla á leikskólum og tómstundaheimilum 10. nóvember 2005 15:30 Enn vantar starfsfólk í tæp 135 stöðugildi hjá Leikskólum Reykjavíkur og frístundaheimilum borgarinnar, en erfitt hefur reynst að manna þær í sumar og haust vegna þenslu á vinnumarkaði. Ástandið virðist þó vera að skána og umsóknum um störfin fer fjölgandi. Starfólk vantar í tæp 68 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mestur er skoturinn í Breiðholti þar sem vantar í 14 stöðugildi og í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem vantar í þrettán og hálft. Skást er ástandið í Fossvogi og Háteigshverfi en þar vantar starfsfólk í tæp sjö stöðugildi. Frá 20. október, þegar starfsmannaekla var síðast könnuð, hefur tekist að ráða í fimm stöðugildi. Bíða nú 58 eftir leikskólaplássi á móti 71 við síðustu könnun. Þá hafa nokkrir leikskólanna sem styttu opnunartíma sinn vegna manneklu hætt því þar sem þeim hefur tekist að ráða starfsfólk. Enn vantar 67 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar en vonast er til að átandið fari að batna. Að sögn Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, verkefnisstjóra hjá Íþrótta- og tómstundaráði, er ástandið verst í Breiðholti en þar vantar átján starfsmenn. Þá segir hún að í Grafarvogi séu heimilin undirmönnuð. Það helgast af því að börn hafa verið tekin inn eftir að starfsmönnum hefur fjölgað á heimilunum en svo hefur þeim aftur fækkað og þá telur ÍTR að ekki sé stætt á því að vísa börnunum frá vegna þess. Sigrún segir þennan vanda hafa komið upp víðar í borginni en þó ekki í eins miklum mæli. Aðspurð segist Sigrún bjartsýn að úr rætist enda hafi umsóknum um störf fjölgað nokkuð að undanförnu miðað við það sem var fyrr í haust. Hún segir aldrei hafa verið eins mikið af góðu fólki við störf á frístundaheimilunum og þeim fjölgi stöðugt sem hafi menntað sig fyrir störfin, en tómstundafræði eru bæði kennd í Kennaraháskólanum og Háskóla Íslands. Unnið sé að því að reyna að koma þeim sem lokið hafi dimplómanámi í faginu upp um launaflokka svo auðveldara verði að manna þær stöður sem lausar eru. Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Enn vantar starfsfólk í tæp 135 stöðugildi hjá Leikskólum Reykjavíkur og frístundaheimilum borgarinnar, en erfitt hefur reynst að manna þær í sumar og haust vegna þenslu á vinnumarkaði. Ástandið virðist þó vera að skána og umsóknum um störfin fer fjölgandi. Starfólk vantar í tæp 68 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mestur er skoturinn í Breiðholti þar sem vantar í 14 stöðugildi og í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem vantar í þrettán og hálft. Skást er ástandið í Fossvogi og Háteigshverfi en þar vantar starfsfólk í tæp sjö stöðugildi. Frá 20. október, þegar starfsmannaekla var síðast könnuð, hefur tekist að ráða í fimm stöðugildi. Bíða nú 58 eftir leikskólaplássi á móti 71 við síðustu könnun. Þá hafa nokkrir leikskólanna sem styttu opnunartíma sinn vegna manneklu hætt því þar sem þeim hefur tekist að ráða starfsfólk. Enn vantar 67 starfsmenn á frístundaheimili borgarinnar en vonast er til að átandið fari að batna. Að sögn Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur, verkefnisstjóra hjá Íþrótta- og tómstundaráði, er ástandið verst í Breiðholti en þar vantar átján starfsmenn. Þá segir hún að í Grafarvogi séu heimilin undirmönnuð. Það helgast af því að börn hafa verið tekin inn eftir að starfsmönnum hefur fjölgað á heimilunum en svo hefur þeim aftur fækkað og þá telur ÍTR að ekki sé stætt á því að vísa börnunum frá vegna þess. Sigrún segir þennan vanda hafa komið upp víðar í borginni en þó ekki í eins miklum mæli. Aðspurð segist Sigrún bjartsýn að úr rætist enda hafi umsóknum um störf fjölgað nokkuð að undanförnu miðað við það sem var fyrr í haust. Hún segir aldrei hafa verið eins mikið af góðu fólki við störf á frístundaheimilunum og þeim fjölgi stöðugt sem hafi menntað sig fyrir störfin, en tómstundafræði eru bæði kennd í Kennaraháskólanum og Háskóla Íslands. Unnið sé að því að reyna að koma þeim sem lokið hafi dimplómanámi í faginu upp um launaflokka svo auðveldara verði að manna þær stöður sem lausar eru.
Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira