Innlent

Turninn við slökkvistöðina rifinn

Búið er að rífa turninn við slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík og tók það rúman sólarhring. Steypuskemmdir höfðu komið í ljós og var turninn talinn hættulegur. Hann var reistur árið 1967 um leið og slökkvistöðin og notaður til æfinga fyrir slökkviliðsmenn. Turninn var talinn tímasprengja vegna steypuskemmda og í raun hættulegur umhverfi sínu. Það kom þó í ljós við niðurrifið að hann var erfiðari viðfangs en margur hélt. Björn Hermannsson, fyrrverandi slökkviliðsmaður sem hóf störf hjá slökkviliðinu tveimur árum áður en turninn var reistur, segir að honum hafi orðið svo hverft við tíðindin af niðurrifi hans að hann hafi þurft að halda aftur af tárunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×