Innlent

Ekki breyting á ráðgjöf Hafró

Athugun á loðnugöngu úti fyrir Vestfjörðum þykir ekki gefa tilefni til breytinga á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar á yfirstandandi vertíð. Samvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar varð vart við loðnu út af Breiðafirði og Vestfjörðum síðari hluta febrúarmánaðar og einnig veiddist loðna út af Mið-Norðurlandi. Rannsóknir sýna að loðnan er mjög dreifð og nær yfir stórt svæði og er aldurssamsetning hennar ólík því sem var í janúargöngunni. Þykir ekki tilefni til að breyta ráðgjöf Hafró á yfirstandandi vertíð en útbreiðsla loðnunnar gefur hins vegar til kynna að hún sé nú aðgengileg sem fæða fyrir aðra nytjastofna á borð við þorsk og ýsu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×