Lífið

Mannslíkaminn án takmarkana

Mannslíkaminn án takmarkana. Þetta er líklega eina leiðin til að lýsa dansflokknum Pilóbólus sem hingað er kominn til að hreyfa við Íslendingum. Þau lofa hráum óbeisluðum tilfinningum, mikilli orku og mannslíkamanum í sinni fjölbreytilegustu mynd á sýningu sinni annað kvöld.  Félagar úr Pilóbólus-flokknum hittu kollega sína úr Íslenska dansflokknum í dag og tóku dansararnir saman nokkur spor. Það sem greinir Pilobolus frá öðrum danshópum er að hjá þeim er sagt skilið við allar hefðir - danslistin á að verða án annarra takmarkana en líkamans sjálfs. Einn dansaranna segir klassískan ballett og nútíma dans vera með ákveðin dansspor en Pilóbólus-flokkurinn sé með allt annars konar hreyfingar. Þau fái innblástur úr náttúrunni og því sem þau sjái í umhverfinu. „Við byrjum á að hreyfa okkur á hvern þann hátt sem við getum og það kveikir hugmynd hjá dansstjórnandanum. Hann segir kannski: Þú ert eins og fiskur í vatni. Það er svona sem við finnum hreyfingarnar. Við reynum ekki að vera himnesk á neinn hátt heldur reynum við að vera jarðbundnari,“ segir talsmaður Pilóbólus-flokksins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.