Innlent

Óbreytt í sex ár

Sjómenn hafa haft óbreytt laun í sex ár að mati formanns Farmanna- og fiskimannasambandsins. Ungir sjómenn segja þjóðfélagið misskilja meint ofurlaun sjómanna og hvetja stéttarfélög sín til að leita leiða til úrbóta.

Sjómenn hafa þurft að taka á sig allt að 26% kjaraskerðingu á síðustu sex árum og fátt bendir til að laun þeirra hækki mikið í bráð vegna bágrar stöðu útflutningsgreinarinnar. Í Fjöltækniskóla Íslands nema ungir menn og konur sem velflest hafa ákveðið að gera sjómennskuna að ævistarfi sínu. Birgir Hrafn Hallgrímsson er í vélstjórnarnámi. Hann segir sjómenn þurfa að sýna samstöðu gegn því að flótti hefjist úr greininni. Atli Fjalar Larsen, félagi Birgis í Vélskólanum og sjómaður til margra ára, segir það lífseiga þjóðsögu sem ekki eigi lengur við að allir sjómenn vaði í seðlum. "Þetta eru fimm skip sem eru að gefa þessi háu laun sem alltaf er miðað við," segir Atli. "Menn gleyma því hins vegar oft að stærstur hluti sjómanna er að leggja á sig mikla vinnu fyrir lítinn pening."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×