Innlent

Vilja réttinn til vatns í stjórnarskrána

Vatn er mannréttindi en ekki verslunarvara segir í yfirlýsingu tólf samtaka sem vilja fá ákvæði í stjórnarskrá sem tryggi rétt fólks til vatns og komi í veg fyrir að það verði bundið eignarrétti einstaklinga.

Forystumenn tólf samtaka lýsa áhyggjum af því að nýleg vatnsveitulög og frumvarp stjórnvalda til vatnalaga hafi í för með sér að vatn verði hér eftir bundið eignarrétti og breytist því í markaðsvöru. Slíkt segja þeir að stangist á við samþykkt Sameinuðu þjóðanna um að aðgangur að vatni sé grundvallarmannréttindi og forsenda annarra mannréttinda.

"Í fyrsta lagi ætlum við að beina þessu erindi til stjórnarskrárnfendar og vonast til að það verði tekið upp í stjórnarskrá að litið sé á vatn sem grundvallarmannréttindi," segir Páll H. Hannesson, alþjóðafulltrúi BSRB sem hefur unnið að átakinu. Samtökin beita sér einnig fyrir því að lög um vatnsnýtingu taki alltaf mið af lögum um vatnsvernd og hvetja í þriðja lagi til þess "að vatnsveitur verði reknar á félagslegum grunni og á ábyrgð hins opinbera," segir Páll.

Þetta segir Páll nauðsynlegt svo aðgangur að hið opinbera geti áfram tryggt aðgang almennings að vatni en að það verði ekki verslunarvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×