Innlent

Ekið á hreindýr

Ekið var á hreindýr í Lóni á Hornafirði í vikunni en engin meiðsl urðu á fólki. Ekki er óalgengt að tugir eða hundruðir hreindýra haldi sig saman í hópum. Þegar jörð tekur að frjósa á hálendinu þá minnkar æti þeirra og þau færa sig niður á láglendi.

Hreindýrahópar eru því oft í námunda við þjóðvegi yfir vetrartímann. Þau geta skapað hættu fyrir ökumenn og ollið tjóni á ökutækjum við árekstur. Talið er að hreindýrastofninn telji á milli þrjú og fjögur þúsund dýr. Flest dýrin halda til fyrir norðan og norðaustan Vatnajökul og á Austfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×