Sport

Southampton náði jafntefli

Einum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er lokið. Southampton og Arsenal skyldu jöfn, 1-1, á St. Marys.  Svíinn Fredrik Ljungberg kom Arsenal yfir á 45. mínútu en Peter Crouch jafnaði tuttugu og þremur mínútum fyrir leikslok. David Prutton hjá Southampton var sendur í bað á 45. mínútu en Arsenal voru ekki lengi fleiri á vellinum því Robin Van Persie fékk að líta rauðaspjaldið á 52. mínútu og því spiluðu liðin tíu á móti tíu nánast allan seinni hálfleiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×