Lífið

Ört minnkandi snjór á skíðasvæðum

Í hlýindunum undanfarna daga hefur snjó tekið verulega upp á flestum skíðasvæðum landsins. Töluverður vindur er í veðurkortum helgarinnar og getur brugðið til beggja vona með opnun. Að sögn starfsmanns í Bláfjöllum er þar þó enn nægur snjór og ef veður leyfir verður svæðið opið um helgina. Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri hefur verið lokað vegna hlýinda og snjóleysis. "Það verður lokað að minnsta kosti í viku, jafnvel lengur ef veðurfarslegar aðstæður verða okkur óhagsstæðar," segir Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli. Snjórinn á skíðasvæði Ísfirðinga hefur minnkað verulega en stefnt er á að hafa þar opið frá kl. 11 til 17 um helgina. Nægur snjór er á tveimur efri skíðasvæðum Siglfirðinga. Að sögn starfsmanns svæðisins er veðurútlitið ekki gott á Norðurlandi um helgina og því óvíst að hægt verði að hafa svæðið opið. Sömu sögu er að segja frá Dalvík. Ef veður leyfir verður skíðasvæðið í Oddsskarði opið frá klukkan 12 til 17 um helgina. Nægur snjór er í sólskinbrautinni og stefnt á að opna stóru lyftuna um eða eftir helgina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.