Innlent

Staða formanns rædd

Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur verið boðuð til fundar á mánudag til að ræða stöðu mála eftir að formaður félagsins sagði upp starfi sínu á Stöð 2 eftir að fréttastofa stöðvarinnar dró til baka og baðst afsökunar á frétt hans. Róbert lýsti því yfir að hann hygðist áfram gegn formennsku í Blaðamannafélaginu. Arna Schram varaformaður sagðist ekki geta svarað því hvort Róbert nyti trausts til þess enda hefði stjórnin ekki hist. Fundur hefði verið boðaður til að ræða málið á mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×