Innlent

Hyggst semja á ný við kennara

Garðabær ætlar að sérsníða kjarasamning fyrir grunnskólakennara sem koma til með að vinna í Sjálandsskóla. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri segir nýtt ákvæði í kjarasamningi Kennarasambandsins og sveitarfélaga gefa ráðrúm til breytinganna. Sérsamningurinn sé tilraun til að fara nýjar leiðir í kjaramálum starfsfólks Garðabæjar. "Sú reynsla verður að hjálpa okkur í að meta hvaða framtíðarskref við tökum," segir Ásdís. Hvort gefa eigi öðru starfsfólki Garðabæjar tækifæri til að leggja sitt mat á sérsamninga og hvort það hafi áhuga á að fara í tilraunasamstarf með sveitarfélaginu. Ásdís segir ekki hafa komið til tals hjá bæjarstjórninni að enda samstarf við launanefnd sveitarfélaganna, sem semur um kjör starfsmanna þeirra. Garðabær hafi stutt þá kjarasamninga sem launanefndin hafi gert. "En okkur finnst hins vegar spennandi að prófa nýjar leiðir. Sérstaklega í þessum skóla sem leggur áherslu á einstaklingsmiðað nám og mikinn sveigjanleika," segir Ásdís.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×