Erlent

Hefðum ekki getað sloppið betur

Ólafur Árni Ásgeirsson ræðismaður Íslands í Houston segist vera alveg hissa hvað borgin slapp vel. "Auga fellibylsins fór fyrir austan okkur og það hefur hvorki verið mikill vindur né rigning. Það virðast mjög litlar skemmdir hafa orðið hér í nágrenninu. Við hefðum ekki getað sloppið betur." Ólafur segir að enga þjónustu af neinu tagi sé hægt að fá í borginni." Hér er allt lokað, skólar, veitingastaðir og verslanir, skólar, sjúkrahús og pósthús." Hann segir yfirvöld hvetja þær tvær milljónir manna sem flúðu heimili sín að snúa ekki alla til baka í einu til að komast hjá sama öngþveitinu og fylgdi brottförinni." Einstök sveitarfélög munu senda skilaboð til íbúa um hvenær þjónusta er komin í eðlilegt horf." Í Houston hefur ekki verið mikið um þjófnaði eða gripdeildir enda segir Ólafur að lögreglan hafi verið á varðbergi. Hann býst við að lífið í borginni færist í eðlilegt horf eftir helgina nema hvað bensínskortur gæti orðið viðvarandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×