Erlent

Gömlum Kínverjum fjölgar

Eldri borgarar í Kína eru nú um 130 milljónir og meira en tíu prósent íbúanna þar, samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn Kína. Búist er við að þeim Kínverjum sem eru sextugir eða eldri eigi eftir að fara stöðugt fjölgandi og munu þeir telja 280 milljónir árið 2025. Kínverjar lifa lengur í dag en áður vegna bættra lífskjara og framfara í heilsugæslu og læknavísindum. Kínverskir embættismenn hafa áhyggjur af því að allir þessir ellilífeyrisþegar verði þung byrði á komandi kynslóðum sem verða mun fámennari þar sem hjón í Kína hafa í þrjár kynslóðir aðeins eignast eitt barn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×