Innlent

Borgin borgar 327 þúsund

Reykjavíkurborg hefur verið sýknuð af tæplega 17 milljón króna skaðabótakröfu verktaka sem taldi verksamningi við hann hafa verið rift  ólöglega. Héraðsdómur Reykjavíkur kom­st í gær að þeirri niðurstöðu að borgin skuldaði verktakanum tæp­ar 327 þúsund krónur, samkvæmt stöðumati og uppgjöri.

Öðrum kröfum verktakans var hins vegar vísað frá, enda hafi ekki verið sýnt fram á að af hálfu borgarinnar hafi átt sér stað vanefndir. Deilt var um verk sem boðið var út á vegum Reykjavíkurhafnar árið 2003 og sneri að fergingu landa á Klettasvæði í Sundahöfn þar sem verktakinn átti lægsta boð. Dómurinn benti á að verktakar eigi að framkvæma verk þrátt fyrir ágreining við verkkaupa, en ágreiningsmálum skuli vísað til Héraðsdóms.


Tengdar fréttir

Báru hver annan sökum

Stjórnarformaður, stjórn­ar­maður og framkvæmda­stjóri hluta­fél­ags­ins Ísvár voru dæmdir í þrigg­ja mánaða fang­elsi fyrir að standa ekki skil á opin­ber­um gjöld­um árið 2002. Dómurinn, sem var upp kveðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, er skilorðsbundinn í tvö ár hjá mönn­unum þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×