Innlent

Braut bjórglas á dyraverði

Kona sem barði dyravörð með glasi á skemmtistaðnum Vél­smiðjunni á Akureyri í haust, með þeim afleiðingum að hann skar­st á enni, var dæmd í tveggja mán­aða fangelsi í Héraðsdómi Norður­lands eystra í gær. Dómurinn var skilorðsbundinn í tvö ár.

Fram kemur í dómnum að kon­an var svo drukkin að hún kvað­st lítið muna eftir atburðum nætur­innar. Dyravörðurinn var að reyna að stugga henni út af stað­num við lokun. Hann sagði konuna hafa viljandi veitt honum eitt högg með glas­inu, sem við það hafi splund­rast.

Dómurinn leit til þess að árásin var alvarleg, þrátt fyrir að afleiðingarnar yrðu ekki miklar. Dyravörðurinn slapp með grunnan skurð og vægan heila­hristing. Konan hefur ekki brotið af sér áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×