Innlent

Báru hver annan sökum

Stjórnarformaður, stjórn­ar­maður og framkvæmda­stjóri hluta­fél­ags­ins Ísvár voru dæmdir í þrigg­ja mánaða fang­elsi fyrir að standa ekki skil á opin­ber­um gjöld­um árið 2002. Dómurinn, sem var upp kveðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, er skilorðsbundinn í tvö ár hjá mönn­unum þremur.

Tveir þurfa að borga 1,5 milljónir króna í sekt og sá þriðji 1,2 milljónir. Í dómsorðinu segir að ágrein­ings­laust hafi verið að fyrirtækið hafi ekki staðið skil á gjöldum en deilt hafi verið um hver hafi átt að bera ábyrgð á skilunum. Enginn mannanna vildi viður­kenna að hafa borið ábyrgð á dag­legum rekstri fyrirtækisins. Dóm­urinn kvað þá ekki geta firrt sig skyldum sínum með því að benda hver á annan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×