Innlent

Vildu ekki funda með 2B

:Arnarholt á Kjalarnesi. Það getur blásið hressilega á þessum slóðum og sú var einnig raunin á fundi Verkalýðsfélags Akraness með pólskum verkamönnum í byrjun vikunnar.
:Arnarholt á Kjalarnesi. Það getur blásið hressilega á þessum slóðum og sú var einnig raunin á fundi Verkalýðsfélags Akraness með pólskum verkamönnum í byrjun vikunnar.

Á vef Verkalýðs­félags Akraness kemur fram að á mánudagskvöld hafi verið fundað með pólsku starfsmönnunum sem starfa á vegum starfsmennaleigunnar 2B ehf. hjá Ístaki og Fagsmíði við stækkun Norðuráls að Grundartanga. Fundurinn var haldinn á kjalarnesi þar sem verkamennirnir gista og að ósk verkamannanna sjálfra, að því er segir á vefnum.

Fram kemur að eigandi starfsmannaleigunnar hafi viljað sitja fundinn, en því hafi fulltrúar verkallýðsfélagsins og ASÍ mótmælt. "Varð það að samkomulagi að starfsmennirnir sjálfir myndu ákveða hvort eigandi 2B yrði með á fundinn eða ekki. Með stéttarfélaginu var pólskur túlkur og bað hún þá starfsmenn sem vildu að eigandi starfsmannaleigunnar 2B yfirgæfi fundinn, að rétta upp hönd. Allir pólsku starfsmennirnir réttu upp hönd," segir á vef félagsins. Póverjarnir eru sagðir uggandi um sinn hag, en þeir upplýstu verkalýðsfélagið um vinnu sína frá því þeir hófu hér störf. "Kom fram hjá tveimur starfsmönnunum að þeir byrjuðu að starfa hjá starfsmannaleigunni 2B 8 september og hafi einungis fengið 95 þúsund krónur útborgað og engan launaseðil fengið né séð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×