6.000 íbúðir byggðar á næstu fimm árum 6. nóvember 2005 20:32 Varlega áætlað verða 6.000 íbúðir byggðar næstu fimm árin í Reykjavík samkvæmt áætlunum skipulagsyfirvalda. Á næstu mánuðum verða boðnar út lóðir í Úlfarsárdal fyrir um 1.000 íbúðir af öllum stærðum og gerðum, þar sem Þingholtin verða höfð sem fyrirmynd. Í fyrsta skipti er lang stærstur hluti uppbyggingarinnar á svæðum þar sem unnið er að þéttingu byggðar. Meðal þess er endurnýjun hafnarsvæða, þar sem um 700 íbúðir munu rísa frá Slippasvæðinu í vestri til nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss í austri. Hundruðir íbúða eru væntanlegar í kringum Laugaveg og í Skuggahverfi. Á svæðinu í kringum Hlemm er gert ráð fyrir yfir 1.000 nýjum íbúðum og sömu sögu er að segja af byggingarlandi borgarinnar við Elliðaárvoga og endurskipulagningu sem á að opna fyrir á annað þúsund íbúðir. Vinna við skipulagið er rétt að hefjast en verið getur að svæðið geti borið allt að tvöfalt fleiri íbúðir. Þá er gert ráð fyrir á annað hundrað lóðum fyrir einbýli og sérbýli í grónum hverfum. Á bilinu 20-30% nýrra íbúða í borginni verða í Úlfársdal. Lóðir undir 450 íbúðir verða boðnar út fyrir árslok og annar eins fjöldi í byrjun næsta árs. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, segir að efnt hafi verið til samkeppni um svæðið sem um ræðir og reynt hefði verið að búa til nýja tegund úthverfis fyrir það sem kjósa þann kost. Hann sagði að fyrirkomulagið myndu svipa einna helst til Þingholtanna. Fastlega má búast við að lóðirnar við Úlfarsfell verði afar eftirsóttar. Þetta eru síðustu Suðurhlíðarnar í borginni, svæði sem ekki er ósvipað Fossvoginum. Dagur segir að gæta verði jafnræðis við úthlutun lóða og til þess væru fleiri en tvær aðferðir. Annars vegar væri um að ræða útboð sem væri meginreglan þar sem hæstbjóðandi myndi hreppa hnossið og hins vegar að draga úr umsóknum. Oftast væri fylgt útboðsreglum en tryggt yrði að fjölskyldufólk og þeir sem ætluðu sér að búa þarna myndu fá lóðir. Það á ekki að vera langt fyrir íbúa á svæðinu að sækja verslun og þjónustu. En í Stekkjabrekku hefur Byko, Rúmfatalagerinn og Mata tryggt sér lóð undir stórvöruverslanamiðstöð. Gert er ráð fyrir 40-50.000 fermetra húsi, en til samanburðar má nefna að Kringlan er 36.000 fermetrar. Dagur segir að í nýja hverfinu verði rýmisfrekar verslannir sem munu selja vörur á góðu verði. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Varlega áætlað verða 6.000 íbúðir byggðar næstu fimm árin í Reykjavík samkvæmt áætlunum skipulagsyfirvalda. Á næstu mánuðum verða boðnar út lóðir í Úlfarsárdal fyrir um 1.000 íbúðir af öllum stærðum og gerðum, þar sem Þingholtin verða höfð sem fyrirmynd. Í fyrsta skipti er lang stærstur hluti uppbyggingarinnar á svæðum þar sem unnið er að þéttingu byggðar. Meðal þess er endurnýjun hafnarsvæða, þar sem um 700 íbúðir munu rísa frá Slippasvæðinu í vestri til nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss í austri. Hundruðir íbúða eru væntanlegar í kringum Laugaveg og í Skuggahverfi. Á svæðinu í kringum Hlemm er gert ráð fyrir yfir 1.000 nýjum íbúðum og sömu sögu er að segja af byggingarlandi borgarinnar við Elliðaárvoga og endurskipulagningu sem á að opna fyrir á annað þúsund íbúðir. Vinna við skipulagið er rétt að hefjast en verið getur að svæðið geti borið allt að tvöfalt fleiri íbúðir. Þá er gert ráð fyrir á annað hundrað lóðum fyrir einbýli og sérbýli í grónum hverfum. Á bilinu 20-30% nýrra íbúða í borginni verða í Úlfársdal. Lóðir undir 450 íbúðir verða boðnar út fyrir árslok og annar eins fjöldi í byrjun næsta árs. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, segir að efnt hafi verið til samkeppni um svæðið sem um ræðir og reynt hefði verið að búa til nýja tegund úthverfis fyrir það sem kjósa þann kost. Hann sagði að fyrirkomulagið myndu svipa einna helst til Þingholtanna. Fastlega má búast við að lóðirnar við Úlfarsfell verði afar eftirsóttar. Þetta eru síðustu Suðurhlíðarnar í borginni, svæði sem ekki er ósvipað Fossvoginum. Dagur segir að gæta verði jafnræðis við úthlutun lóða og til þess væru fleiri en tvær aðferðir. Annars vegar væri um að ræða útboð sem væri meginreglan þar sem hæstbjóðandi myndi hreppa hnossið og hins vegar að draga úr umsóknum. Oftast væri fylgt útboðsreglum en tryggt yrði að fjölskyldufólk og þeir sem ætluðu sér að búa þarna myndu fá lóðir. Það á ekki að vera langt fyrir íbúa á svæðinu að sækja verslun og þjónustu. En í Stekkjabrekku hefur Byko, Rúmfatalagerinn og Mata tryggt sér lóð undir stórvöruverslanamiðstöð. Gert er ráð fyrir 40-50.000 fermetra húsi, en til samanburðar má nefna að Kringlan er 36.000 fermetrar. Dagur segir að í nýja hverfinu verði rýmisfrekar verslannir sem munu selja vörur á góðu verði.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent