Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu 28. febrúar 2005 00:01 Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira