Sport

Vörn Celtic götótt

Skoski boltinn byrjaði í gær og Glasgow Celtic heldur áfram að fá á sig mörk. Í gær mættu þeir Motherwell og endaði leikurinn 4-4. Staðan í hálfleik var 3-1 Celtic í vil. Celtic hefur nú fengið á sig níu mörk í tveimur leikjum en þeir töpuðu ílla í forkeppni Meistaradeildarinar, 5-0, fyrir lítt þekktu liði. Gordon Strachan, stjóri Celtic, er strax orðinn valtur í sessi Franski boltinn byrjaði einnig um helgina. Marseille tapaði fyrir Bordeaux, 0-2, þar sem Fredric Dehu fékk að líta rauða spjaldið í liði Marseille. Þá sigraði Monaco Nancy, 0-1, og skoraði Oliver Kapo, lánsmaður frá Juventus, sigurmarkið 20 mínútum fyrir leikslok. Nancy menn spiluðu níu þegar flautað var til leiksloka en þeir Eli Kroupi og Mickael Chretien fengu báðir að líta rauða spjaldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×