Íbúðalánasjóður selur fjölda eigna 8. júlí 2005 00:01 Íbúðalánasjóður hefur selt 43 íbúðir það sem af er ári og hefur aldrei átt jafn fáar íbúðir. Í upphafi árs átti sjóðurinn 107 íbúðir en oftlega hefur fjöldi þeirra legið á bilinu 100-120. Íbúðalánasjóður eignast íbúðir þegar viðskiptavinir hans geta ekki staðið skil á afborgunum lána um nokkra hríð og er það þrautalending hans að leysa til sín fasteignirnar þar sem veð fyrir lánunum hvíla. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, rekur ástæður þessarar ágætu sölu sjóðsins á eigin íbúðum til betra ástands í þjóðfélaginu og almennrar bjartsýni. "Það er greinilegt að talsverð viðhorfsbreyting hefur orðið í þjóðfélaginu. Atvinnulífið hefur víða eflst og væntingar eru miklar." Ljóst er að eitthvað hefur selst út á væntingarnar einar saman og nefndir Guðmundur sem dæmi að fyrir fáum mánuðum átti Íbúðalánasjóður níu íbúðir á Siglufirði en þær eru allar seldar. "Ég sé ekki aðra ástæðu fyrir þessari góðu sölu á Siglufirði en þá að til stendur að grafa jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar." Að auki nefnir Guðmundur að höfuðborgarsvæðið hafi í raun teygt sig út um Vestur- og Suðurland og því hafi fylgt aukin spurn eftir húsnæði í þéttbýlinu í þessum héruðum. Athygli vekur að allar átján íbúðir Íbúðalánasjóðs á Suðurlandi eru í Vestmannaeyjum. Má af því ráða að ekki gæti þar sömu bjartsýni í efnahagsmálum og víðast hvar á landinu. Guðmundur bendir þó á að fyrir nokkru hafi íbúðirnar í Eyjum verið 27 en eftir söluátak sem ráðist var í seldust níu þeirra. Að sögn Guðmundar hefur Íbúðalánasjóður fært verð íbúða sinna til þess sem telja má söluvænlegt en þó gætt sín á að lækka ekki verðið um of. Slíkt geti enda skaðað bæði sjóðinn og aðra fasteignaeigendur sem hyggjast selja eignir sínar. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur selt 43 íbúðir það sem af er ári og hefur aldrei átt jafn fáar íbúðir. Í upphafi árs átti sjóðurinn 107 íbúðir en oftlega hefur fjöldi þeirra legið á bilinu 100-120. Íbúðalánasjóður eignast íbúðir þegar viðskiptavinir hans geta ekki staðið skil á afborgunum lána um nokkra hríð og er það þrautalending hans að leysa til sín fasteignirnar þar sem veð fyrir lánunum hvíla. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, rekur ástæður þessarar ágætu sölu sjóðsins á eigin íbúðum til betra ástands í þjóðfélaginu og almennrar bjartsýni. "Það er greinilegt að talsverð viðhorfsbreyting hefur orðið í þjóðfélaginu. Atvinnulífið hefur víða eflst og væntingar eru miklar." Ljóst er að eitthvað hefur selst út á væntingarnar einar saman og nefndir Guðmundur sem dæmi að fyrir fáum mánuðum átti Íbúðalánasjóður níu íbúðir á Siglufirði en þær eru allar seldar. "Ég sé ekki aðra ástæðu fyrir þessari góðu sölu á Siglufirði en þá að til stendur að grafa jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar." Að auki nefnir Guðmundur að höfuðborgarsvæðið hafi í raun teygt sig út um Vestur- og Suðurland og því hafi fylgt aukin spurn eftir húsnæði í þéttbýlinu í þessum héruðum. Athygli vekur að allar átján íbúðir Íbúðalánasjóðs á Suðurlandi eru í Vestmannaeyjum. Má af því ráða að ekki gæti þar sömu bjartsýni í efnahagsmálum og víðast hvar á landinu. Guðmundur bendir þó á að fyrir nokkru hafi íbúðirnar í Eyjum verið 27 en eftir söluátak sem ráðist var í seldust níu þeirra. Að sögn Guðmundar hefur Íbúðalánasjóður fært verð íbúða sinna til þess sem telja má söluvænlegt en þó gætt sín á að lækka ekki verðið um of. Slíkt geti enda skaðað bæði sjóðinn og aðra fasteignaeigendur sem hyggjast selja eignir sínar.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira