Frumvarp um RÚV sem ég vil sjá 29. nóvember 2005 05:00 Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Senn leggur menntamálaráðherra fram nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Mikilvægi stofnunarinnar þarf að virða og tryggja að hún skuli hafa varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í eigu allra landsmanna. Það sem ég vil sjá... ... er að frumvarpið sýni almennan skilning á sérstöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaðnum. Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vernda skoðanafrelsi og halda uppi fjölbreyttum skoðunum. Ríkisútvarpið er eina útvarpsstöðin sem hefur þetta lögbundna hlutverk og því er brýnt að standa vörð um það. ...er að í frumvarpinu verði hnykkt á þeirri skyldu Ríkisútvarpsins að efla íslenska dagskrárgerð og Ríkisútvarpinu gert það kleift að framleiða miklu meira innlent efni en nú er gert. Meginhlutverk Ríkisútvarpsins á að vera metnaðarfull innlend dagskrárgerð og að standa vörð um tunguna og menninguna. Það er forsenda þess að við viljum hafa ríkisrekinn fjölmiðil og það er þjónusta sem íslenska þjóðin vill og á rétt á. ...er að í frumvarpinu verði lagðar til breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem fælu í sér að komið væri á breiðari yfirstjórn, annars vegar til að renna styrkari stoðum undir rekstur Ríkisútvarpsins og hins vegar til að efla lýðræðislega stjórn þess til dæmis með beinni þátttöku starfsmanna, fulltrúa félagasamtaka og kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi í yfirstjórn stofnunarinnar, en þeir ráði þó ekki í krafti meirihlutavalds sem endurspeglar ríkisstjórn, eins og nú er. ...er að Ríkisútvarpinu verði tryggðir traustir tekjustofnar til að geta rækt menningarlegt hlutverk sitt myndarlega. Helst vildi ég sjá að það yrði gert rausnarlega af fjárlögum. Stundum virðist líka sem allt snúist eingöngu um að hætt verði að innheimta afnotagjöld og að til þess að þau hverfi megi jafnvel selja Ríkisútvarpið. Þá vill gjarnan gleymast að í löndunum í kringum okkur er alls staðar rekið öflugt ríkisútvarp og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Það sem ég vil ekki sjá... ...er að breyta eigi Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Hvergi hafa heyrst gild rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Þó hefur heyrst að það yrði til að liðka fyrir rekstrinum ef RÚV yrði hlutafélag í eigu ríkisins því þá gæti stofnunin brugðist skjótt við samkeppni og verið skjót til ákvarðana. Ég spyr á móti: Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi? Í hlutafélagi felst hins vegar að til greina kæmi að selja það hlutafélag. Það er óhætt að segja að fordæmin séu slæm ef um er að ræða hlutafélag í eigu ríkisins, því það er og hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar að einkavæða þau. Minnsta vísbending í þá átt er að mati okkar sem stöndum að Hollvinasamtökum RÚV beinlínis hættuleg fyrir íslenska menningu, fyrir öryggi landsmanna og ekki síst fyrir fjölmiðla landsins með tilliti til ríkjandi samþjöppunar í þeim geira. Lýðræðisþróun í landinu er hætta búin ef frjálst Ríkisútvarp verður lagt af sem stofnun í eigu þjóðarinnar allrar. ...er að pólitískt ægivald ríki yfir Ríkisútvarpinu, yfirstjórn þess þarf að vera eins lýðræðisleg og kostur er til að það geti gegnt hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. ...er að landsbyggðarútvarp Ríkisútvarpsins (Rás 2) verði lagt af, eða starfsemi þess dregin saman. Umfram allt óska ég mér þess að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið efli það og tryggi því þann sess að það verði áfram þjóðarútvarp í almannaeign og hornsteinn menningar og lýðræðis í landinu. Höfundur er formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun