Innlent

25 kíló á kjaft

Sala kindakjöts jókst um 13,5 prósent milli áranna 2003 og 2004, eða um 860 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum sauðfjárbænda. Sala síðasta árs jafngildir því að hver Íslendingur hafi borðað um 25 kíló af kindakjöti. "Svo virðist sem aukið framboð á unnum vörum úr lambakjöti og öflugt markaðsstarf sé að skila sér. Eftirspurnin hefur aukist til muna og hafa allir sem koma að framleiðslu lambakjöts lagt sig fram um að mæta þeirri eftirspurn með góðum árangri," segja samtökin. Þá er talið að vel hafi gengið að auka áhuga yngra fólks á lambakjöti, en kannanir hefðu sýnt að sá hópur neytti minnst af því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×