Innlent

Minna veitt en árið áður

Heildarafli síðasta árs var 1.723 þúsund tonn, heldur minni en afli ársins 2003 sem var 1.979 þúsund tonn 2003. Í tilkynningu Fiskistofu kemur fram að minni afli uppsjávartegunda skýri muninn á milli ára, sem er um 256 þúsund tonn. "Árið 2004 telst meðalár miðað við afla undanfarins áratugar. Botnfiskafli var meiri en í meðallagi. Að því er uppsjávartegundir varðar þá var aflinn þokkalegur þó hann væri minni en flest undanfarin 10 ár sem öll teljast til bestu aflaára í uppsjávarveiðum. Rækjuafli var í lágmarki og hörpudiskveiðar lágu niðri," segir Fiskistofa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×