Sport

Jol og Gerrard bestir í desember

Martin Jol, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hefur verið valinn stjóri mánaðarins í deildinni fyrir desembermánuð og leikmaður mánaðarins er fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard. Martin Jol stýrði liði sínu til sigurs í 4 af 5 leikjum í mánuðinum og halaði inn 13 stig af 15 mögulegum. Liðið klifraði upp um 6 sæti í mánuðinum með þessum árangri og er nú innan seilingar við Evrópusæti. Steven Gerrard bar af öðrum leikmönnum í deildinni og fór fyrir sínum mönnum sem hafa klifrað upp í 5. sæti deildarinnar með þremur sigrum í röð. Fyrirliðinn tvöfaldaði markaskor sitt á tímabilinu í desember og þó er hann nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum eftir að hafa beinbrotnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×