Innlent

Mikið álag á spítölum

Fresta hefur þurft skurðaðgerðum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi vegna mikils álags þar um þessar mundir. Mikið hefur verið um veikindi undanfarna daga og inflúensan sem gengið hefur yfir landsmenn er nú í hámarki. Á fimmtudag þurfti að leggja 50 sjúklinga inn á bráðadeildir Landspítalans umfram skráð rúm. Framkvæmdastjórn spítalans greip til ráðstafana í kjölfarið og bætti við 24 aukarúmum á spítalanum. Þá var gæsludeild í Fossvogi stækkuð og herbergjum sem voru ætluð til annarra nota breytt í sjúkrastofu. Þessar ráðstafanir gilda fram á mánudag en þá verður ástandið endurmetið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×