Innlent

Neituðu að mæta ASÍ

Fulltrúar Impregilo höfnuðu því að mæta fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar fyrir félagsmálanefnd Alþingis í gærmorgun og sneru fulltrúar ASÍ því frá að beiðni nefndarinnar þannig að hægt væri að hlýða á málflutning Impregilo. Í staðinn verður fundur með ASÍ á þriðjudagsmorgun. Fundurinn var haldinn til að fjalla um aðbúnað og kjör starfsmanna á Kárahnjúkum. Hann áttu að sitja fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Landsvirkjunar, verkalýðshreyfingarinnar og Impregilo. "Þeir bera sig illa undan ásökunum Alþýðusambandsins í sinn garð en treysta sér síðan ekki að sitja sameiginlegan fund þar sem Alþýðusambandsmenn geta hlýtt á þeirra mótrök og hugsanlega leiðrétt misskilning eða rangtúlkanir," segir Ögmundur Jónasson alþingismaður. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir að Impregilo hafi einfaldlega viljað útskýra mál sitt í friði og ró. "Það breytir ekki því að við erum tilbúnir að hitta fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar hvar sem er og hvenær sem er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×