Leiksoppar lýðræðisins 14. janúar 2005 00:01 Lýðræðið á Íslandi er í kreppu. Yfirgangur og ófyrirleitni áhrifamikilla stjórnmálaforingja sem drottna yfir flokkum sínum hefur grafið undan raunverulegu lýðræði hjá þjóðinni einsog komið hefur fram með ýmsum hætti á síðustu árum. Hlutirnir gerast æ svæsnari líkt og ákvörðun tveggja jarðsambandslausra formanna stjórnarflokkanna um stuðning þjóðarinnar við ólögmætt innrásarstríð í Írak er sorglegt dæmi um. Stuðningur sem hvorki var ræddur meðal þings eða þjóðarinnar og varpar nú djúpum skugga á forsætisráðherraferil Halldórs Ásgrímssonar. Öryrkjamálið, stuðningur við innrásina í Írak, virkjanamálin og fjölmiðlalögin, þar sem átti að setja sértæk lög til að koma tilteknu fyrirtæki á kné og um leið vegið að raunverulegu tjáningafrelsi í landinu, eru allt dæmi um vonda meðferð á valdi þar sem raunverulegt lýðræði er sniðgengið með grófum hætti. Stærsta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum er að snúa þessari vondu þróun við og endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Til þess gefst t.d. kostur við stjórnarskrárbreytingarnar sem til standa. Að sjálfsögðu áttu þau mál sem hér eru nefnd að fara með einum eða öðrum hætti fyrir dóm þjóðarinnar. Það á að vera sjálfsagt mál að við fáum að kjósa beint og milliliðalaust um stóru málin í þjóðfélaginu hverju sinni. Enginn er að tala um vikulegar þjóðaratkvæðagreiðslur. Þróunin yrði líklega sú að einu sinni til tvisvar á ári kysi þjóðin um ákveðin mál. Þetta mega foringjar íhaldsflokkanna ekki heyra á minnst enda héldu þeir því fram að málskot forseta á fjölmiðlalögunum í fyrra væri aðför að borgaralegu lýðræði í landinu! Þvílík reginfirra en hugsunin er skýr og herfilega röng. Á meðal brýnustu breytinga sem gera þarf á stjórnarskránni eru þær að landið verði gert að einu kjördæmi, að þjóðin eigi auðlindir hafs og lands og sett verði inn ákvæði um að tiltekinn hluti okkar geti kallað mál til þjóðaratkvæðis. Þetta eru grundvallaratriði og það á ekki að selja málskotsrétt forseta lýðveldisins fyrir það að við getum sjálf kallað mál til þjóðaratkvæðis. Saman tryggir málskotsréttur forseta og bein aðkoma okkar kjósenda að því að kalla mál til atkvæðis þjóðarinnar raunverulegt lýðræði í landinu gagnvart vondum valdhöfum sem sniðganga raunverulegt lýðræði. Margar aðrar meginbreytingar þarf að gera á lýðræðisumgjörð okkar til að endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Grundvallaratriði er að landið verði gert að einu kjördæmi og atkvæðarétturinn jafnaður að fullu. Einn maður – eitt atkvæði er hornsteinn lýðræðisins, einsog Héðinn Valdimarsson segir í greinargerð með frumvarpi sínu um málið frá 1927. Jafn atkvæðaréttur er mannréttindi og því verður að jafna hann til fulls. Fyrir því eru engin rök að atkvæðisrétturinn sé ójafn og til að bæta hag byggðanna eru allt aðrar leiðir. Hér ræðir um mannréttindi og um þau á ekki að gera málamiðlanir. Í umræðunni um stjórnarskrárbreytingarnar er mikilvægt að mínu mati að ræða hvort eigi að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu. Margir kostir fylgja því einsog lesa má í skrifum þeirra feðga Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilmundar Gylfasonar. Vilmundur flutti um það sérstakt þingmál sem vert er að draga fram í þessa rökræðu. Með beinni kosningu framkvæmdavaldsins er skilið í fullri alvöru á milli framkvæmdavaldsins og löggjafans. Skilin á milli þessara tveggja þátta í stjórnskipun lýðveldisins eru nú allt of lítil. Það er mikilvægt að auka eftirlitsvald Alþingis með framkvæmdavaldinu sérstaklega, t.d. með tilkomu rannsóknarnefnda þingsins. Í stað öflugs og virks löggjafarvalds er komin upp sú staða að Alþingi virðist gegna því hlutverki að vera stimpilstofnun fyrir framkvæmdavaldið í stað þess að hafa öflugt frumkvæði í lagasetningu og ríka eftirlitsskyldu með störfum framkvæmdavaldsins hverju sinni. Besta og áhrifaríkasta leiðin til að ná fram fullri aðgreiningu á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds er að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu um land allt til fjögurra ára í senn. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati mun betra en það sem við búum við og væri til þess fallið að efla raunverulegt lýðræði í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Lýðræðið á Íslandi er í kreppu. Yfirgangur og ófyrirleitni áhrifamikilla stjórnmálaforingja sem drottna yfir flokkum sínum hefur grafið undan raunverulegu lýðræði hjá þjóðinni einsog komið hefur fram með ýmsum hætti á síðustu árum. Hlutirnir gerast æ svæsnari líkt og ákvörðun tveggja jarðsambandslausra formanna stjórnarflokkanna um stuðning þjóðarinnar við ólögmætt innrásarstríð í Írak er sorglegt dæmi um. Stuðningur sem hvorki var ræddur meðal þings eða þjóðarinnar og varpar nú djúpum skugga á forsætisráðherraferil Halldórs Ásgrímssonar. Öryrkjamálið, stuðningur við innrásina í Írak, virkjanamálin og fjölmiðlalögin, þar sem átti að setja sértæk lög til að koma tilteknu fyrirtæki á kné og um leið vegið að raunverulegu tjáningafrelsi í landinu, eru allt dæmi um vonda meðferð á valdi þar sem raunverulegt lýðræði er sniðgengið með grófum hætti. Stærsta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum er að snúa þessari vondu þróun við og endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Til þess gefst t.d. kostur við stjórnarskrárbreytingarnar sem til standa. Að sjálfsögðu áttu þau mál sem hér eru nefnd að fara með einum eða öðrum hætti fyrir dóm þjóðarinnar. Það á að vera sjálfsagt mál að við fáum að kjósa beint og milliliðalaust um stóru málin í þjóðfélaginu hverju sinni. Enginn er að tala um vikulegar þjóðaratkvæðagreiðslur. Þróunin yrði líklega sú að einu sinni til tvisvar á ári kysi þjóðin um ákveðin mál. Þetta mega foringjar íhaldsflokkanna ekki heyra á minnst enda héldu þeir því fram að málskot forseta á fjölmiðlalögunum í fyrra væri aðför að borgaralegu lýðræði í landinu! Þvílík reginfirra en hugsunin er skýr og herfilega röng. Á meðal brýnustu breytinga sem gera þarf á stjórnarskránni eru þær að landið verði gert að einu kjördæmi, að þjóðin eigi auðlindir hafs og lands og sett verði inn ákvæði um að tiltekinn hluti okkar geti kallað mál til þjóðaratkvæðis. Þetta eru grundvallaratriði og það á ekki að selja málskotsrétt forseta lýðveldisins fyrir það að við getum sjálf kallað mál til þjóðaratkvæðis. Saman tryggir málskotsréttur forseta og bein aðkoma okkar kjósenda að því að kalla mál til atkvæðis þjóðarinnar raunverulegt lýðræði í landinu gagnvart vondum valdhöfum sem sniðganga raunverulegt lýðræði. Margar aðrar meginbreytingar þarf að gera á lýðræðisumgjörð okkar til að endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Grundvallaratriði er að landið verði gert að einu kjördæmi og atkvæðarétturinn jafnaður að fullu. Einn maður – eitt atkvæði er hornsteinn lýðræðisins, einsog Héðinn Valdimarsson segir í greinargerð með frumvarpi sínu um málið frá 1927. Jafn atkvæðaréttur er mannréttindi og því verður að jafna hann til fulls. Fyrir því eru engin rök að atkvæðisrétturinn sé ójafn og til að bæta hag byggðanna eru allt aðrar leiðir. Hér ræðir um mannréttindi og um þau á ekki að gera málamiðlanir. Í umræðunni um stjórnarskrárbreytingarnar er mikilvægt að mínu mati að ræða hvort eigi að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu. Margir kostir fylgja því einsog lesa má í skrifum þeirra feðga Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilmundar Gylfasonar. Vilmundur flutti um það sérstakt þingmál sem vert er að draga fram í þessa rökræðu. Með beinni kosningu framkvæmdavaldsins er skilið í fullri alvöru á milli framkvæmdavaldsins og löggjafans. Skilin á milli þessara tveggja þátta í stjórnskipun lýðveldisins eru nú allt of lítil. Það er mikilvægt að auka eftirlitsvald Alþingis með framkvæmdavaldinu sérstaklega, t.d. með tilkomu rannsóknarnefnda þingsins. Í stað öflugs og virks löggjafarvalds er komin upp sú staða að Alþingi virðist gegna því hlutverki að vera stimpilstofnun fyrir framkvæmdavaldið í stað þess að hafa öflugt frumkvæði í lagasetningu og ríka eftirlitsskyldu með störfum framkvæmdavaldsins hverju sinni. Besta og áhrifaríkasta leiðin til að ná fram fullri aðgreiningu á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds er að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu um land allt til fjögurra ára í senn. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati mun betra en það sem við búum við og væri til þess fallið að efla raunverulegt lýðræði í landinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun